Rekka-og róverskátamót er sjö daga (6 gistinátta) aldursbilamót í tveimur hlutum fyrir 16-25 ára skáta af öllu landinu. Fyrri hlutinn er göngumót sem varir í 3-4 daga (2-3 gistinætur) og gengið er a.m.k. 40 km. Síðari hlutinn er í tjaldbúð þar sem göngumótið endar og varir í 3-4 daga (3-4 gistinætur). Þátttakendum býðst að taka þátt í öðrum hvorum eða báðum hlutum mótsins.
Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning væntanlegar þegar nær dregur móti.
Skráning opnar 22. febrúar