Aðalfundur Skátafélagsins Ægisbúa verður haldin 19. febrúar 2025 klukkan 20:00 í skátaheimili Ægisbúa.
Aðalfundur Skátafélagsins Ægisbúa verður haldin 19. febrúar 2025 klukkan 20:00 í skátaheimili Ægisbúa.
Rétt til setu á aðalfundi hafa:
- Með atkvæðisrétti:
- Allir fullgildir lögráða félagar.
- Tvö ungmenni (13-17 ára) skipuð af foringjaráði.
- Með málfrelsi og tillögurétt:
- Allir starfandi skátar með aðild að BÍS.
- Foreldri og forráðamenn fullgildra félaga.
Eftirtaldir dagskrárliðir skulu a.m.k. koma fyrir í dagskrá aðalfundi hverju sinni:
- Setning aðalfundar.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Ársskýrsla.
- Lagðir skulu fram reikningar félagsins.
- Lagabreytingar.
- Kosning í stjórn félagsins.
- Kosning tveggja skoðunarmanna.
- Önnur mál.
- Slit aðalfundar.
Minnst einni viku fyrir aðalfund mun stjórn senda inn:
- Drög að dagskrá aðalfundar.
- Drög að ársskýrslu.
- Drög að ársreikningi.
- Tillögur til lagabreytinga.
Hér inn í viðburðinn á vefsíðu félagsins
Kveðja,
Stjórn Ægisbúa