Skátafélagið Ægisbúar

Félagið býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 7-18 ára og leggur mikla áherslu á útivist, samvinnu, fræðslu og leiki. Farið er í útilegur, skátamót og dagsferðir yfir starfsfárið auk vikulegra skátafunda.

Næstu viðburðir

Vormót Hraunbúa 2025

Hraunbúar halda sitt árlega Vormót á Hamranesi um Hvítasunnuhelgina að vana. 2025 er afmælisár Hraunbúa sem markar 100 ára samfleytt skátastarf í Hafnarfirði og líklegt að það setji mark á dagskrána. Löng helgi full af vináttu, gleði og ævintýrum. Ekki láta þig vanta, hlökkum til að sjá þig. Nánari upplýsingar um skráningu og verð kemur þegar nær dregur.

Drekaskátamót 2025

Drekaskátamót 2025 verður haldið helgina 13. - 15. Júní 2025, en líkt og síðustu tvö ár verður mótið yfir heila helgi. Skátarnir gista því tvær nætur frá föstudegi fram á sunnudag. Skráning opnar 22. febrúar

Dróttskátamót 2025

Nánari upplýsingar koma fljótlega inn. Skráning opnar 22. febrúar

Rekka-og róverskátamót 2025

Rekka-og róverskátamót er sjö daga (6 gistinátta) aldursbilamót í tveimur hlutum fyrir 16-25 ára skáta af öllu landinu. Fyrri hlutinn er göngumót sem varir í 3-4 daga (2-3 gistinætur) og gengið er a.m.k. 40 km. Síðari hlutinn er í tjaldbúð þar sem göngumótið endar og varir í 3-4 daga (3-4 gistinætur). Þátttakendum býðst að taka þátt í öðrum hvorum eða báðum hlutum mótsins. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning væntanlegar þegar nær dregur móti. Skráning opnar 22. febrúar

Fálkaskátamót 2025

Fálkaskátamótið er 4 daga (3 gistinótta) tjaldbúðarmót sem verður haldið 7.-10. ágúst. Staðsetning hefur ekki verið fest Skráning opnar 22. febrúar